Veðurviðvaranir og færð á vegum
Uppfært 6. febrúar, kl. 20.50
Veðurstofan hefur gefið út gular og appelsínugular viðvaranir fyrir Reykjanesið á morgun, þriðjudag 7. febrúar. Nánar um viðvaranirnar og gildistíma þeirra: https://www.vedur.is/vidvaranir.
Áætlað er að veðrið versni á Reykjanesi í nótt og fram á morgun. Við mælum með að upplýsa gesti á svæðinu um aðstæður og hvetja fólk til að vera komið í hús áður en veðrir vesnar.
Allir helstu vegir á svæðinu eru færir en á einhverjum þeirra er ennþá einhver snjóþæfingur.
Fylgist með uppfærðum upplýsingum á www.umferdin.is í rauntíma.
- Reykjanesbrautin er opin í báðar áttir, frá Reykjavík til Keflavíkur.
- Grindavíkurvegur er opinn.
- Vegurinn að Vogum er opinn og eins um Vatnsleysuströnd.
- Vegir að Garði og Sandgerði eru opnir.
- Vegurinn um Ósabotna er opinn.
- Vegurinn að Höfnum, Brú milli heimsálfa, Gunnuhver og Brimketil er opinn.
- Suðurstrandavegur er opinn en vegurinn um Kleifarvatn er lokaður.
- Vegurinn um Vigdísavelli er lokaður.
Við hvetjum ykkur til að huga að færð og tilkynningum sem gefnar hafa verið út áður en haldið er af stað. Hér eru nokkrir góðir hlekkir til að hafa við hendina:
- Færð á vegum. Vegagerðin er með gott yfirlit yfir opnun/lokun vega á þessari vegsjá: https://umferdin.is/
- Safetravel gefur út tilkynningar og viðvaranir: https://safetravel.is/
- Veðurstofan gefur út veðurviðvaranir: https://www.vedur.is/