Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Upplýsingasíða um eldgosin, opnanir áningastaða og útsýnisstaði

Í ljósi þess að við bíðum eftir nýju gosi á svæðinu þá viljum við minna á upplýsingar á vef Visitreykjanes.is

Í ljósi þess að við bíðum eftir nýju gosi á svæðinu þá viljum við minna á upplýsingar á vef Visitreykjanes.is, þar sem finna má upplýsingar um aðstæður á svæðinu vegna eldgosa, aðgengis og gönguleiða.

Það eru fjölmargir aðilar sem koma að málefnum upplýsingamiðlunar í tengslum við eldgosin og aðgengi og hafa allir ákveðnum hlutverkum að gegna í þeim efnum, hvort sem það eru Almannavarnir, Lögreglustjóri Suðurnesja, Safetravel, Ferðamálastofa, Veðurstofan, Íslandsstofa og fleiri. Okkar hlutverk miðar að því að upplýsa ferðaþjónustuna á svæðinu og gesti um aðstæður á svæðinu með ítarlegri hætti, t.d. hvað lokanir á svæðinu þýða og hvaða áhrif það hefur á aðgengi innan svæðisins.

Almennar upplýsingar
Upplýsingarnar sem hafa safnast á vefinn eru byggðar á þeim fyrirspurnum sem hafa komið inn á borð okkar og ferðaþjónustuaðila, frá gestum og ferðaþjónustuaðilum. Þannig reynum við að svara þeim spurningum sem upp geta komið varðandi aðstæður á svæðinu hverju sinni hvort sem það er eldgos í gangi eða ekki.

Upplýsingarnar geta nýst starfsmönnum í upplýsingamiðlun, hótela og fleiri aðila sem aðstoða og leiðbeina gestum okkar daglega við að fá sem besta upplifun af svæðinu. Endilega áframsendið upplýsingarnar til starfsmanna ykkar og látið okkur vita ef það er eitthvað sem vantar uppá við uppýsingagjöfina.

Upplýsingar og kort af svæðinu er hægt að nálgast bæði á íslensku og ensku, þó svo að þær séu örlítið ítarlegri á ensku síðunni.

Nýr áningastaður á Grindavíkurvegi
Áhugi gesta er mikill við að fá tækifæri til að komast í nálægð við eldgosin og nýlegt hraunið. Við opnun á nýjum veg að Northern lights Inn og Bláa lóninu var ákveðið að gefa gestum tækifæri á stoppa á gamla Grindavíkurveginum í Grenjadal, til að tryggja umferðaröryggi á nýlögðum vegi að Bláa lóninu og Northern Lights Inn. Þar er nú búið að móta svæði fyrir bílastæði og göngusvæði sem gefur fólki tækifæri að sjá öll hraunin sem hafa runnið yfir Grindavíkurveg á síðustu mánuðum.

Talningar á gönguleiðum umhverfis eldgosasvæðin
Ferðamálastofa hefur sett upp teljara við gönguleiðir umhverfis Fagradalsfjall og eins á nýjum áningastað í Grenjadal á Grindavíkurvegi. Hægt er að fylgjast með umferðinni hér

Fara á vef visitreykjanes.is
Samantekt frétta um gosin og aðgengi