Uppfært hættumat við gosstöðvarnar
Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumat fyrir gosstöðvarnar við Litla Hrút
10.08.2023
Veðurstofan hefur uppfært hættumatskortið fyrir gosstöðvarnar við Litla-Hrút.
Mikilvægt er að hafa í huga að enn er hætta nærri gossvæðinu. Hafið varann á og fylgið fyrirmælum.
- Mikill hiti leynist í nýja hrauninu.
- Sums staðar er aðeins þunn skel yfir annars funheitu og óstorknuðu hrauni.
- Jaðrar nýja hraunsins eru óstöðugir og úr þeim geta fallið stóri hraunmolar.
- Gas sem sleppur úr hrauninu getur safnast í dældir.
- Í kjölfar umbrotanna sem hafa átt sér stað, leynast sprungur á svæðinu sem skapa hættu.