Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu
Opni Háskólinn í Reykjavík í samstarfi við SAF bjóða uppá nám fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu þar sem áherslan er á hagnýta þekkingu og færni. Leitast verður við að efla og styrkja stjórnendur í ferðaþjónustu við að takast á við áskoranir í sínu starfsumhverfi og nýta til þess sannreyndar leiðir. Kennt er í fjórum lotum og eru kennsluaðferðir í senn fjölbreyttar og hagnýtar. Auk fyrirlestra spila umræður og verkefnavinna stórt hlutverk. Notast er við raunhæf verkefni í náminu.
- Sala og þjónusta
- Netmarkaðssetning
- Mannauðsmál og árstíðasveiflur
- Verkefna- og viðburðastjórnun
- Lára Óskarsdóttir, ACC stjórnendamarkþjálfi
- Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Sailors
- Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu og stundakennari við HR
- Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands
Hefst: 13. október 2016
Lengd: 24 klst.
Verð: 143.000 kr.
Aðilar að SAF fá 10% afslátt.
Athygli er vakin á því að áhugasömum gefst einnig kostur á að sækja stakar lotur innan námslínunnar. Verð hverrar lotu er kr. 43.000.-
Nánari upplýsingar: Lýdía Huld Grímsdóttir, verkefnastjóri hjá Opna háskólanum í HR. lydiahuld@ru.is