Startup Tourism - kynning á Reykjanesi
Verið velkomin á kynningarfund Startup Tourism í Reykjanesbæ!
Ert þú með nýja viðskiptahugmynd eða ertu að þróa nýtt verkefni innan fyrirtækisins?
Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Ár hvert eru allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki valin til þátttöku og fá þau tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu.
Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.
Dagskrá:
- Kynning á Startup Tourism. Svava Björk Ólafsdóttir og Sunna Halla Einarsdóttir frá Startup Tourism.
- Nokkur góð ráð varðandi markaðssetningu fyrir ný fyrirtæki í ferðaþjónustu og mentorhlutverkið. Atli Kristjánsson, Markaðssamskiptastjóri Bláa Lónsins og Mentor ársins 2017.
- Hugmyndin á bak við nýja veitingastaðinn Library bistro. Arnar Gauti Sverrisson, einn af hönnuðum staðarins kynnir fyrir okkur breytingarnar.
Skráðu þig á kynningarfundinn hér eða með því að melda þig á viðburðinn á Facebook.
Hægt er að sækja um þátttöku í Startup Tourism fram til 11. desember 2017 á vefsíðu verkefnisins www.startuptourism.is