Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Stafræn markaðssetning með Davíð Lúther

Fimmtudaginn, 17. desember kl. 11.00, bjóðum við uppá erindi með Davíð Lúther frá SAHARA í samstarfi við Nýsköpunarakademíu Ferðaþjónustunnar.
Davíð Lúther, SAHARA
Davíð Lúther, SAHARA

Fimmtudaginn, 17. desember kl. 11.00, bjóðum við uppá erindi með Davíð Lúther frá SAHARA í samstarfi við Nýsköpunarakademíu Ferðaþjónustunnar.

Farið verður yfir hvernig herferðir virka á samfélagsmiðlum, hvaða tól er sniðug að nota til að framleiða efni og hvað er sniðugt að undirbúa í þessu “hléi”.

Davíð Lúther framkvæmdastjóri SAHARA er með mikla reynslu í markaðs og kynningarmálum, hann hefur rekið framleiðslufyrirtækið SILENT og samfélagsmiðla fyrirtækið SAHARA með miklum árangri en þessi fyrirtæki sameinuðust 2018 og úr varð 360°auglýsingastofan SAHARA þar sem 26 manns starfa í dag.

Einnig hefur Davíð Lúther verið duglegur að ferðast um landið að fara í skóla, fyrirtæki og stéttarfélög með erindi sem snúast um hvað ber að varast á netinu eins og falsfréttir og markaðsmál á samfélagsmiðlum.

Davíð stóð fyrir The Color Run og Gung Ho fyrstu þrjú árin bæði hér á Íslandi og Skandínavíu. Hann hefur einnig verið viðloðandi Eurovision síðustu ár fyrir hönd RÚV varðandi samfélagsmiðla og kynningu á framlagi Íslands. Einnig hefur Davíð Lúther verið duglegur að ferðast um landið að fara í skóla, fyrirtæki og stéttarfélög með erindi sem snúast um hvað ber að varast á netinu eins og falsfréttir og markaðsmál á samfélagsmiðlum.

Viðburðurinn fer fram á Zoom og verður þátttakendum sendur hlekkur á fundinn. 

Viðburðurinn er á Facebook, þar sem þið getið fylgst með uppfærslum og deilt honum áfram til áhugasamra aðila.
 
Skráning á viðburðinn fer fram hér og verður linkur sendur út til allra skráðra aðila rétt fyrir kynninguna.
 
Möguleiki verður á að leggja spurningar fyrir Davíð í lok kynningar.