Skilti sett upp við Stampana og Reykjanestá
Reykjanes Unesco Global Geopark vinnur að því að fjölga áningarstöðum fyrir ferðamenn á Reykjanesi.
31.08.2016
Reykjanes Unesco Global Geopark vinnur að því að fjölga áningarstöðum fyrir ferðamenn á svæðinu.
Við Stampagígaröðina úti á Reykjanesi er nú komið borð og upplýsingskilti við útskot Vegagerðarinnar. Þar er jafnframt Júpíter, sem er hluti af pláneturatleik sem HS Orka setti upp fyrir nokkrum árum. Leyfilegt er að ganga á gíginn sem er nær veginum. Mikilvægt er þó að hafa í huga að raska ekki jarðminjum.
Þá er verið að setja upp fræðsluskilti við Reykjanesvita og nágrenni. Eitt þeirra er um síðasta geirfuglinn og listaverk Todd McGrain eins og sést á myndinni hér að neðan.