Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Reykjanesið á lista yfir 100 merkilegar jarðminjar í heiminum

Alþjóðajarðfræðisambandið (IUGS) hefur í annað sinn gefið út lista yfir 100 merkilegar jarðminjar í heiminum. Þar á meðal eru tveir staðir á Íslandi, Reykjanes og Vatnajökull.
Valahnúkur og Reykjanesviti
Valahnúkur og Reykjanesviti

Alþjóðajarðfræðisambandið (IUGS) hefur í annað sinn gefið út lista yfir 100 merkilegar jarðminjar í heiminum. Þar á meðal eru tveir staðir á Íslandi, Reykjanes og Vatnajökull. 

Listinn var formlega útgefinn á 37. alþjóðlegu ráðstefnu jarðfræðisambandins í Busan Kóreu, 27. ágúst síðast liðinn. Á bak við þessa samantekt og viðurkenningu jarðminja að hálfu IUGS, standa yfir 700 sérfræðingar frá 80 löndum og 16 alþjóðastofnunum.

Nánari upplýsingar: www.iugs-geoheritage.org

IGC er einn aðal viðburður í heimi jarðvísinda og mikilvægur umræðuvettvangur IUGS. Á fjögurra ára fresti sameinar IGC samfélag jarðfræðinga frá öllum heimshornum. Aðalmarkmið þessa samvinnuverkefnis undir stjórn IUGS er að veita þeim svæðum, sem eru ómissandi fyrir jarðvísindin, viðurkenningu.

Nokkrar forsendur liggja á baki vali á þessum stöðum og svæðum:

  • hafa mikilvægt vísindalegt gildi.
  • eru bestu dæmi heimsins um jarðfræðileg einkenni og ferli.
  • eru staðir þar sem einstakar uppgötvanir um jörðina og sögu hennar hafa verið gerðar.
  • eru svæði sem hafa með einhverjum hætti þróað jarðvísindin.
  • eru staðsett um allan heim og eru jarðfræðilega fjölbreytt.
  • Viðurkenning og sýnileiki topp 100 listans frá IUGS getur leitt til frekari virðingar á þessum stöðum og ýtt undir að þau séu notuð sem kennslu og varðveislu þeirra.

Jarðminjasvæðin á þessum öðrum lista yfir 100 jarðarminjasvæði eru dreifð um 53 lönd og ná yfir níu fræðigreinar. Listann má finna í hlekk hér að neðan.