Reykjanes Geopark fær alþjóðlega vottun
Laugardagskvöldið 5. september, var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Rokua Geopark í Finnlandi að Reykjanes Geopark fengi aðild að samtökunum European Geoparks Network. Um er að ræða samtök svæða sem eru jarðfræðilega merkileg. Samtökin njóta stuðnings UNESCO, Mennta-, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Um er að ræða mikla viðurkenningu fyrir íbúa og atvinnurekendur á svæðinu en aðild að samtökunum nýtist til markaðssetningar, fræðslu og uppbyggingar á Reykjanesinu. Reykjanes Geopark nær yfir allt land sveitarfélaga Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga og er samtals 825 km2 að stærð.
Reykjanes Geopark líkt og aðrir slíkir staðir vinnur að því að vekja áhuga íbúa og gesta á Jörðinni, m.a. með því að vekja athygli á áhugaverðri jarðsögu, menningarsögu, fræða og annast landið.
Lesa meira um verkefnið hér.