Ráðstefna um afþreyingarferðamennsku á Íslandi: Menntun, gæði og aukin framlegð í ferðaþjónustu
Keilir, ásamt Ferðamálastofu og fleiri aðilum, standa fyrir ráðstefnu um afþreyingarferðamennsku á Íslandi 28. apríl næstkomandi.
28.04.2015
Ráðstefnan er á vegum Keilis sem býður upp á leiðsögunám í ævintýraferðamennsku. Auk þess koma að ráðstefnunni Ferðamálastofa, NATA - North Atlantic Trade Association, ATTA - Adventure Tourism Trade Association, Thompson Rivers University í Kanada og Markaðsstofa Reykjaness.
Boðið verður upp á léttar veitingar í lok ráðstefnunnar þar sem gestum gefst tækifæri á að kynna sér menntun í ferðaþjóunstu og framboð í ævintýraferðamennsku á Íslandi.
Í framhaldi af ráðstefnunni bjóða ATTA og Ferðamálastofa upp á tveggja daga vinnubúðir sem verða auglýstar síðar.
Dagskrá ráðstefnunnar
- The Adventure Tourism Industry: Observations from Canada (á ensku)
Ross Cloutier, Chair of the Adventure Studies Department at Thompson Rivers University, Canada - Tour Guide Competencies and Training Needs: Focusing on Icelandic outdoor activity company (á ensku)
Paavo Olavi Sonninen, sölustjóri hjá Arctic Adventures og MSc í Mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands - Menntun, gæði og öryggi í uppbyggingu fyrirtækis í ævintýraferðaþjónustu
Jón Kristinn Jónsson, eigandi Amazing Tours Iceland - Greining menntunar í ferðaþjónustunni: Kynning á skýrslu KPMG um stöðu menntunar í ferðaþjónustu á Íslandi
Sævar Kristinsson, Verkefnastjóri ráðgjafarsviðs KPMG
Skráning og nánari upplýsingar
Ráðstefnan verður haldin í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 28. apríl kl. 15 - 18. Vinsamlegast hafið samband við Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóra Keilis, fyrir nánari upplýsingar. Opnað verður fyrir skráningu á heimasíðu Keilis þegar nær dregur.
Hér má finna frekari upplýsingar um fyrirlesara ráðstefnunnar.