Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Nýsköpunar- og hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Reykjanesi

Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark hafa ákveðið að veita árlega tvenn verðlaun til einstaklings eða fyrirtækis sem starfar í ferðaþjónustu á Reykjanesi
Við Krísuvíkurbjarg í kvöldsólinni
Við Krísuvíkurbjarg í kvöldsólinni

Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark hafa ákveðið að veita árlega tvenn verðlaun til einstaklings eða fyrirtækis sem starfar í ferðaþjónustu á Reykjanesi. Annars vegar sérstök hvatningarverðlaun fyrir nýsköpun í ferðaþjónustu en hins vegar verðlaun fyrir vel unnin störf innan greinarinnar.

Óskað eftir tilnefningum til umræddra verðlauna. Tilnefningum ásamt stuttum rökstuðningi skal skilað á netfangið thura@visitreykjanes.is eða eggert@reykjanesgeopark.is fyrir 17. febrúar nk. 
 
Verðlaunin verða afhent miðvikudaginn 2. mars nk. á opnum morgunverðarfundi um ferðaþjónustu og markaðssetningu á vegum Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark.

Allar frekari upplýsingar um þessi verðlaun má nálgast hjá Eggerti S. Jónssyni, eggert@reykjanesgeopark.is eða Þuríði Aradóttur, thura@visitreykjanes.is