Ný ljósmyndabók frá Reykjanes Geopark
Reykjanes II er glæsileg ný ljósmyndabók sem er samstarfsverkefni Reykjanes UNESCO Global Geopark, Visit Reykjanes og ljósmyndarans Þráins Kolbeinssonar. Í bókinni eru myndir af eldhræringum síðustu ára í bland við nýjar myndir af stórbrotinni náttúru Reykjanesskagans. Sérstök áhersla er einnig lögð á tinda Reykjaness, þar sem lítt þekktu hálendi svæðisins er gefinn sérstakur gaumur.
Einnig er komin út bókin Reykjanes I sem unnin er af sama teymi. Önnur útgáfa af bók sem fangar fegurð svæðisins og fræðir um leið lesandann um Reykjanesskagann. Bókin kom upphaflega út árið 2021 en kemur nú í endurbættri kápu og með smávægilegum breytingum. Ljósmyndirnar eru teknar af Þránni Kolbeinssyni ljósmyndara. Bókin sýnir mynd af samfélagi og náttúru sem á sér engan líka.
Bækurnar eru nú fáanlegar í vefsölu á vef Reykjanes Geopark (reykjanesgeopark.is) og verða einnig fáanlegar í verslunum Pennans innan skamms. Báðar bækur eru á ensku og í harðkápu.