Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Níu milljónum úthlutað til uppbyggingar á Reykjanesi

Pallurinn við Brimketil verður færður í öruggara horf.
Pallurinn við Brimketil verður færður í öruggara horf.

Tvö verkefni á Reykjanesi fengu úthlutað tæpum 9 milljónum króna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020 úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Verkefnin sem um ræðir eru við Brimketil, þar sem bæta á útsýnispall og auka öryggi. Reykjanes jarðvangur hlaut þann styrk, samtals 4,1 milljón króna. Hitt verkefnið sem um ræðir er hönnun aðstöðu fyrir ferðamenn til útivistar í Sólbrekkuskógi. Styrkur veittur til undirbúnings- og hönnunarvinnu á eldaskála með samtengdum WC og útikennsluaðstöðu í Opnum skógi í Sólbrekkuskógi. Skógræktarfélag Íslands hlaut styrkinn að upphæð 4,7 milljón króna.

Sjá úthlutun hér

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu í vikunni grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020. Samtals er nú úthlutað rúmum 1,5 milljarði króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem gerir kleift að halda áfram því mikilvæga verkefni að byggja upp innviði á ferðamannastöðum.