Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsáherslur Reykjanessins

Vinnustofa - haldin í Hljómahöll, fimmtudaginn 14. mars kl. 9-11.
Séð yfir Sogin. Mynd: Þráinn Kolbeinsson
Séð yfir Sogin. Mynd: Þráinn Kolbeinsson

Vinnustofa - haldin í Hljómahöll, fimmtudaginn 14. mars kl. 9-11.


Taktu þátt í að móta skilaboðin og ímynd áfangastaðarins, Reykjanes!

Markaðsstofa Reykjaness stendur fyrir vinnustofu um markaðsáherslur áfangastaðarins Reykjaness. Svæðið okkar stendur á krossgötum og því mikilvægt að ferðaþjónustan, sveitarfélög og aðrir hagsmunaaðilar vinni saman að því að kjarna áherslur og móta skilaboð svæðisins.

Dagskrá
9.00 Opnun fundar
9.05 Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála
9.20 Íslandsstofa, Áherslur áfangastaðarins Íslands
9.40 Markaðsstofa Reykjaness - Áherslur Reykjanessins
10.00 Digido - Hvað segja tölurnar um okkur
10.20 Vinnustofa með þátttakendum.
11.00 Lok vinnustofu

Mikilvægt er að skrá þátttöku á fundinn. Skráðu þig á fundinn hér!