Hvernig getum við stutt við íslensku í ferðaþjónustunni?
Næsti menntamorgun ferðaþjónustunnar verður haldinn miðvikudaginn 4.desember kl. 11:00-12:00.
Að þessu sinni er horft til notkunar íslenskunnar innan ferðaþjónustunnar og velta því upp hvernig hægt er að efla notkun og sýnileika íslensku innan greinarinnar. Með erindum menntamorgunsins er opnað á umræðuna og ýmsar leiðir skoðaðar til að efla jafnt atvinnurekendur sem starfsfólk í að nota tungumálið. Jafnframt munum við velta upp ýmsum mýtum sem tengjast málefninu, eins og að enginn nenni að læra íslensku eða að allir geti bara talað ensku eða ekkert sé hægt að gera án mikils tilkostnaðar.
Dagskrá:
- „Viltu tala íslensku við mig?“ Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og verkefnisstjóri Íslenskuþorpsins
- „Það skilja allir ensku“. Harpa Björg Guðfinnsdóttir, mannauðsstjóri hjá Reykjavik Sightseeing og tengdum félögum
- Við „megum og eigum“ að efla íslenskuna. Nichole Leigh Mosty, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðþjónustunnar
- “Þau vilja ekki læra íslensku”. Hvað ber að hafa í huga við innleiðingu íslenskukennslu á vinnustað Aleksandra Leonardsdóttir, fræðsla og inngilding ASÍ
Þuríður Aradóttir Braun, forstöðukona Markaðsstofu Reykjaness er fundarstjóri.
Mikilvægt er að skrá sig á fundinn, en það má gera á vefnum haefni.is.
Hægt er að nálgast upptökur af fundinum á vef Hæfnissetursins, Youtube rás setursins með texta og eins er hægt að nálgast upptöku af Facebooksíðu þeirra.