Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Handbók um móttöku skemmtiferðaskipa á Reykjanesi - Cruise Ready

Vinnustofa og rýnifundur, haldinn í Stapa, Hljómahöll, mánudaginn 18. mars kl. 13.30-15.45.
Leiðangursskip kemur inn til Keflavíkurhafnar. Mynd: Reykjaneshafnir
Leiðangursskip kemur inn til Keflavíkurhafnar. Mynd: Reykjaneshafnir

- Vinnustofa og rýnifundur

Haldinn í Stapa, Hljómahöll, mánudaginn 18. mars kl. 13.30-15.45.


Markaðsstofa Reykjaness í samvinnu við AECO hafa unnið að gerð handbókar fyrir hagsmunaaðila á Reykjanesi, um móttöku skemmtiferðaskipa undanfarið ár. Stefnt er að því að hún verði tilbúin í vor og er því kallað eftir aðkomu allra hagsmunaaðila að rýna í handbókina saman þannig að hún komi til með að nýtast í framhaldinu til að stuðla að tækifærum til vöruþróunar á svæðinu en ekki síður til virðisauka fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á svæðinu.

Handbókin er skrifuð á ensku, en verður þýdd yfir á íslensku í framhaldi fundarins. Vinnufundurinn verður á íslensku.

Dagskrá Cruise Ready Reykjanes

  • Opnun vinnustofu og stefna áfangastaðarins - Þuríður Aradóttir Braun, forstöðukona Markaðsstofu Reykjaness
  • Cruise Ready - kynning á handbókinni, Gyða Guðmundsdóttir, leiðtogi samfélagsverkefna hjá AECO
  • Kynning frá Reykjaneshöfnum og Grindavíkurhöfn
  • Vinnustofa og hópavinna
  • Samantekt og næstu skref. Markaðsstofa Reykjaness og AECO

Skráðir þátttakendur á vinnustofuna fá senda handbókina til yfirlestrar við skráningu á fundinn.
Skráðu þig á vinnustofuna hér!