Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fyrsta skemmtiferðaskipið leggur að Keflavíkurhöfn

Laugardag, 29. júní kl. 10-20
  • Afþreying, tilboð og opnunartímar verslana

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins leggur að Keflavíkurhöfn á laugardag, 29. júní n.k. Skipið er jafnframt fyrsta skipið sem kemur í höfn frá því að verefnið um að markaðssetja Keflavíkurhöfn sem skemmtiferðaskipahöfn hófst. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjaneshafna, Reykjanesbæjar og Markaðsstofu Reykjaness þar sem unnið hefur verið að því að þróa og markaðssetja svæðið með tilliti til móttöku smærri skemmtiferðaskipa.

Skipið sem leggur í höfn er frá Azamara Cruises og heitir Azamara Quest. Skipið er 30 þúsund tonn og tekur um 700 farþega auk starfsfólks. Áætlað er að gestir getið farið í land um kl. 10.00 og hafi tíma til kl. 20.00 til að skoða sig um.

Um 200 farþegar hafa nú þegar skráð sig í skipulagðar ferðir um Reykjanesið og nærsvæði og má því áætla að eftir standi um 400 gestir auk starfsfólks komi til með að dvelja í skipinu, ganga um bæinn í leita að upplifun, verslun eða leita að öðrum ferðum.

Eruð þið með þjónustu/verslun fyrir gesti og starfsmenn Azamara Quest og gæti verið áhugavert fyrir þau að skoða?
Hafið samband eða sendið upplýsingar til Halldórs hafnarstjóra, halldor.k.hermannsson@reykjanesbaer.is eða Þuríðar hjá Markaðsstofu Reykjaness, thura@visitreykjanes.is, þannig að hægt sé að koma þeim upplýsingum til gesta/starfsfólks skipsins.