Fréttabréf Reykjanes Geopark og Markaðsstofu Reykjaness komið út
Góðar sögur - Fréttabréf Reykjanes Geopark og Markaðsstofu Reykjaness er komið út í fyrsta sinn. Fréttabréfinu verður dreift á Suðurnesjum í vikunni en þeir sem vilja taka forskot á sæluna geta nálgast fréttabréfið rafrænt hér.
31.05.2018
Góðar sögur - Fréttabréf Reykjanes Geopark og Markaðsstofu Reykjaness er komið út í fyrsta sinn. Fréttabréfinu verður dreift á Suðurnesjum í vikunni en þeir sem vilja taka forskot á sæluna geta nálgast fréttabréfið rafrænt hér.
Meðal efnis er dagskrá Útivistar í Reykjanes Geopark sumarið 2018 og Geopark-viku í Reykjanes Geopark, umfjöllun um Áfangastaðaáætlun Reykjaness, sagt frá vel sóttum íbúafundum fyrr í vetur, helstu framkvæmdum við áningarstaði í sumar auk þess sem fréttabréfinu fylgir Ruslabingó sem er tilvalið í plokkið.
Hér má nálgast fréttabréfið í pdf útgáfu.