Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Framkvæmdir á ferðamannastöðum í sumar

Reykjanes jarðvangur fékk úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þriggja verkefna vegna uppbyggingar áfangastaða á Reykjanesskaganum.
Brimketill við Grindavík. @Þorsteinn Gunnarsson
Brimketill við Grindavík. @Þorsteinn Gunnarsson

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutaði í vikunni 3.380.000 kr. til þriggja verkefna í umsjón Reykjanes jarðvangs. Fyrst ber að nefna verkefni sem snýr að fjölgun áningarstaða á Reykjanesi og er  ætlunin er að koma fyrir fræðsluskiltum, borðum og bekkjum á allt að níu stöðum á Reykjanesskaga. Í öðru lagi verður unnið að deiliskipulagi og hönnun nánasta umhverfis Brimketils. Loks verður stikuð gönguleið að Keili. Stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið í haust og má m.a. fylgjast með fréttum af gangi mála á Facebook síðu Reykjanes jarðvangs: https://www.facebook.com/reykjanesgeopark