Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2024
Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
18.09.2023
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2024. Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Ert þú með ferðamannastað á þínu landi og hefur hug á að skoða frekari uppbyggingu eða þróun á honum? Kannaðu hvort að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er leið til að fjármagna þá vinnu/framkvæmd.
Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir er snúa að:
- Öryggi ferðamanna.
- Náttúruvernd og uppbyggingu.
- Viðhaldi og verndun mannvirkja og náttúru.
- Fjármögnun undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda.
Sjóðnum er ekki heimilt m.a.:
- Að bera rekstrarkostnað af mannvirkjum og vegna náttúruverndarsvæða eða annarra ferðamannastaða.
- Að fjármagna framkvæmdir sem eru á landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
- Veita fjármagni til verkefna sem þegar er lokið.
Frekari upplýsingar um sjóðinn má finna inn á vef Ferðamálastofu. Einnig má hafa samband við starfsmenn Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes jarðvangs til ráðgjafar í síma 420 3288 eða info@visitreykjanes.is og info@reykjanesgeopark.is.