Fiskbarinn opnar á Hótel Berg
Þrátt fyrir ófremdarástand þá bætist við veitingaflóruna á Reykjanesi. Á Hótel Berg í Reykjanesbæ mun opna veitingastaðurinn Fiskbarinn þar sem sjávarréttir og grænmeti úr næsta umhverfi leika lykilhlutverk. Yfirkokkur Fiskbarsins er en Hákon Már Örvarsson matreiðslumeistari og brons Bocuse d‘Or verðlaunahafi. Hákon hefur meðal annars verið yfirkokkur á veitingastaðnum Vox og starfaði á veitingastað Hótel Holt og Michelin veitingastaðnum Lea Linster í Luxemborg.
Veitingastaðurinn er staðsettur á Hótel Berg við Bakkaveg í Keflavík en í tilefni af opnun staðarins föstudaginn 15. Janúar fæst fjögurra rétta kvöldverður, gisting, morgunverður og stemnings tónar frá Frikka Dór á 34.900 kr. fyrir tvo. - Með vínpörun 44.900 kr.
Gestir eru velkomnir eftir kl. 15:00 en dagskráin hefst kl. 18:00. Séð verður til þess að öllum sóttvarnar- og samkomutakmörkunum sé fylgt til hins ítrasta.