Ferðaþjónustuvikan 2025
20.11.2024
Ferðaþjónustuvikan 2025 verður haldin dagana 14.-16 janúar. Sem fyrr verður lögð áhersla á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu og efla samstarf og fagmennsku í greininni með fróðlegri og skemmtilegri dagskrá. Aðstandendur Ferðaþjónustuvikunnar eru Markaðsstofur landshlutanna, Íslenski ferðaklasinn, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Íslandsstofa.
Dagskrá:
- 14. JANÚAR:
- Kl. 8:30-10:00: Nýársmálstofa ferðaþjónustunnar
- Kl. 13:00-16:00: MICELAND - vinnustofa og uppskeruhátíð fyrir fyrirtæki í MICE ferðaþjónustu
- 15. JANÚAR
- Kl. 9:30-12:00: Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu með áherslu á sjálfbærni áfangastaðarins
- Kl. 12:30-14:50: Ferðatæknimót, leiðir saman fyrirtæki, frumkvöðla og aðra úr atvinnulífinu á örstefnumótum
- Kl. 15:00-17:00: Rannsóknir og menntun í ferðaþjónustu
- 16. JANÚAR
- Kl. 12:00-17:00: Mannamót markaðsstofa landshlutanna
- Skráning á Mannamót hér
- Kl. 19:30-21:00: Lokaviðburður