Facebook sem markaðstæki
Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja og Markaðsstofa Reykjaness munu standa fyrir námskeiðum í notkun á samfélagsmiðlinum Facebook í samstarfi við Pipar/TBWA sem hefur sérhæft sig í markaðssetningu í samfélagsmiðlum.
Athugið að um er að ræða tvö námskeið, fyrir byrjendur og fyrir lengra komna.
Námskeiðin eru fyrir þá sem vilja auka sölu sína með notkun samfélagsvefjarins Facebook. Farið er í allt frá því hvernig Facebook-síður eru stofnaðar til þess hvernig samfélagsvefurinn er notaður sem markaðstæki. Hvað ber að varast og hvar liggja tækifærin? Hvað virkar og hvað virkar ekki? Hvernig nær maður árangri og hvenær er maður að eyða tíma sínum til einskis?
Markmið: Að loknum námskeiðunum getur þátttakandi nýtt miðilinn Facebook sem markaðstæki á markvissan hátt.
Viðgangsefni:
Farið er yfir hvernig Facebook er notað sem markaðstæki og eru helstu viðfangsefni þessi:
- Uppsetning síðu
- Stefna og markmið
- Markhópurinn
- Efnisval
- Viðhald
- Auglýsingar á Facebook
Byrjendanámskeið og námskeið fyrir lengra komna
Boðið verður upp á tvö námskeið, annað fyrir byrjendur og hitt fyrir lengra komna. Farið er hægar yfir í byrjendanámskeiðinu og ekki eins ítarlega er farið í auglýsingar á Facebook. Á námskeiðinu fyrir lengra komna er farið hraðar yfir og við sleppum "Uppsetning síðu".
Námskeiðin verða haldin 24. og 25. febrúar frá kl. 9:00 - 12:30.
Kennarar eru: Kristín Elfa Ragnarsdóttir og Erla Arnbjarnardóttir frá Pipar/TBWA.
Verð er kr. 9.500.
Skrá mig á námskeið