Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Er þitt fyrirtæki rétt skráð í gagnagrunn ferðaþjónustunnar?

Markaðsstofa Reykjaness vinnur að því um þessar mundir að uppfæra upplýsingar um fyrirtæki í ferðaþjónustu á Reykjanesi

Markaðsstofa Reykjaness vinnur að því um þessar mundir að uppfæra upplýsingar um fyrirtæki í ferðaþjónustu á Reykjanesi.

Gagnagrunnur ferðaþjónustunnar

Ferðamálastofa í samstarfi við markaðsstofur landshlutanna rekur gagnagrunn sem hefur að geyma upplýsingar um yfir 4000 ferðaþjónustufyrirtæki víða um land. Skráning í grunninn er ferðaþjónustuaðilum að kostnaðarlausu.

Grunnskráning

Öll fyrirtæki sem hafa tilskilin leyfi til rekstrar og starfa í ferðaþjónustu á svæðinu hafa kost á því að skrá fyrirtæki sitt í gagnagrunn Ferðamálastofu. Um er að ræða grunnskráningu á fyrirtækinu og koma upplýsingar til með að birtast inn á vefnum visiticeland.com, ferdalag.is og visitreykjanes.is

Ítarskráning og aðild að Markaðsstofu Reykjaness

Ferðaþjónustufyrirtæki sem eru starfandi á Reykjanesi eða selja ferðir á Reykjanesi gefst kostur á að gerast aðili að Markaðsstofu Reykjaness. Kostnaður fyrir það er 40.000 kr. á ári. Með aðild gefst fyrirtækjum tækifæri á að skrá ítarlegri upplýsingar um þjónustu sína sem birtist á vefnum visitreykjanes.is, bæta við myndum og tengingum á samfélagsmiðla og Tripadvisor, viðkomandi fyrirtæki fær 1/2 síðu í landshlutabækling Reykjaness sem gefin er út í 30 þúsund eintökum og jafnframt meiri sýnileiki í almennum kynningum markaðsstofunnar á svæðinu.

Landshlutabæklingur 

Landshlutabæklingur Reykjaness er gefinn út árlega í 30 þúsund eintökum og fer endurskoðun á efninu fram núna í mars. Samstarfsfyrirtæki markaðsstofunnar fá sem nemur 1/2 síðu í bæklingnum en önnur fyrirtæki eru birt í lista eftir þeim flokkum sem þau eru skráð í.

Auk skráningar gefst fyrirtækjum kostur á að kaupa heilsíðu auglýsingu í bæklingnum en frekari upplýsingar um það má finna hér.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að vera sýnileg í landshlutabæklingnum og/eða vilja koma á framfæri athugasemdum er bent á að hafa samband við markadstofa@visitreykjanes.is