Eldgos er hafið á Reykjanesskaga
Mánudaginn 18. desember rétt eftir kl. 22.00, hófst eldgos á Reykjanesskaga.
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hafa ákveðið að fara neyðarstig Almannavarna vegna eldgos á Reykjanesi.
Samhæfingastöð Almannavarna hefur verið virkjuð.
Almannavarnir biðja almnenning að fara ekki á staðinn á meðan viðbragðsaðilar meta stöðuna.
Grindavíkurvegur er lokaður og Reykjanesbraut hefur verið lokað meðan verið er að meta stöðuna og munu frekari upplýsingar liggja fyrir þegar sérfræðingar veðurstofunnar eru búnir er að meta aðstæður. Vegfarendur eru beðnir um að stöðva ekki bifreiðar á og við Reykjanesbrautina ef hún verður opnuð. Upplýsingar um vegalokanir má finna inn á vefnum umferdin.is.
Sjá uppfærðar fréttir á vef Safetravel.is og hjá Veðurstofunni.