Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Eldgos er hafið á ný á Reykjanesi

    Vísindafólk er að leggja mat á stöðuna og á meðan er ferðafólk beðið um að fara með gát á svæðinu og fylgja leiðbeiningum yfirvalda.
    Mynd af vefmyndavél mbl.is
    Mynd af vefmyndavél mbl.is
    Eldgos er hafið að nýju í Merardölum í Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Staðsetning gossins er innan hraunsins sem rann í síðasta gosi. Vísindafólk er á leiðinni á staðinn með þyrlu landhelgisgæslunnar til að leggja mat á stöðuna.
    Fólk er beðið um að fara með gát og forðast að vera á þessu svæði.
     
    Þessi frétt verður uppfærð um leið og frekari leiðbeiningar hafa verið gefnar út, en á meðan má fylgjast með streymi vefmyndavéla frá mbl.is og ruv.is