Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Blaðamenn á Reykjanesi: Matgæðingar þurfa að heimsækja Reykjanes

Ótruleg upplifun við Eldvörp í stillu og góðu veðri. Þar var stoppað og boðið upp á kleinur, flatkök…
Ótruleg upplifun við Eldvörp í stillu og góðu veðri. Þar var stoppað og boðið upp á kleinur, flatkökur og kaffi.
Á dögunum sóttu breskir blaðamenn Reykjanesið heim. Að þessu sinni var matarmenning Reykjaness í aðalhlutverki en lagt var upp með þriggja daga ferð með þéttri dagskrá. Veðrið var með besta móti og náttúran sýndi allar sínar bestu hliðar enda var afþreying á boðstólnum þar sem gestir sóttu m.a. Bláa Lónið, Vatnaveröld og fóru í ógleymanlega fjórhjólaferð á gosstöðvunum og Eldvörpum. Bæði gestir og samstarfsaðilar voru hæstánægð með ferðina en að þessu sinni tóku eftirfarandi aðilar þátt í að gera upplifun gestanna ógleymanlega:

Hótel Keflavík
Lava Car rental
Bryggjan Cafe
Bláa Lónið
Lava restaurant
Brons
4x4 adventures Iceland
Salthúsið Grindavík
Litla brugghúsið
Issi Fish and chips
Vatnaveröld
Pulsuvagninn hjá Villa og Ingu
Stafnes harðfiskur Sandgerði
Viking world

 
Árlega standa Markaðsstofa Reykjaness og Íslandsstofa fyrir ferð þar sem blaðamenn heimsækja okkur heim í hérað og njóta alls þess besta sem Reykjanes hefur upp á að bjóða.
 
Hér má svo lesa umfjöllun frá einum gestanna á vefsíðu Forbes en þar er talað um Reykjanes sem áfangastað sem matgæðingar verði að heimsækja:

Why Reykjanes, Iceland, is a must visit for foodies  ← Smella hér

 
 
Frábær matur á Lava restaurant eftir góða dvöð í Bláa Lóninu.
Gosstöðvarnar við Nátthaga, Fagradalsfjall. Fjórhjólaævintýri fór með hópinn í
afar eftirminnilega ferð um Reykjanes.
Nanný leiðsögumaður og systurnar Ólöf og Gréta buðu upp á dýrindis rúgbrauð bakað við Gunnuhver.
Það féll einstaklega vel í kramið hjá blaðamönnum.
Nokkrir gestirnir voru á því að Issi væri með besta fisk og franskar sem þau hefðu smakkað.
Bjórsmakk hjá Litla brugghúsinu í Suðurnesjabæ.
Þau bresku fengu ekki nóg af píluspjöldunum hjá Brons í Reykjanesbæ og
heimsóttu staðinn oftar en einu sinni á meðan dvöl stóð.
Halldór hjá Stafnes sýndi blaðamönnum hvernig harðfiskur er verkaður.
Eydís Mary Jónsdóttir fræddi matgæðingana um matþörunga og gaf að smakka.
 
Gestirnir kunnu ákaflega vel við sig í hjarta Reykjanesbæjar á Hótel Keflavík þar sem stjanað var við þau.