Hvalir á Reykjanesi
Hvalir eru algengir kringum Reykjanesskagann, allt frá Krýsuvíkurbergi að Vogastapa. Nóg æti er fyrir þá, sérstaklega á sumrin þar sem þeir elta ýmsar fisktegundir inn á Faxaflóa. Hrefna sést mjög mikið og höfrungategundin hnýðingur. Oft á sumrin koma hópar af hnúfubak. Sést hefur líka háhyrningur, langreyður og jafnvel steypireyður sem er stærsta dýr jarðarinnar.