Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sandvík - Grindavík - Fuglaskoðun

Sandvík - Grindavík

Stóra-Sandvík

Stóra-Sandvík er flöt og falleg vík með stórum sandöldum og miklu lóni sem fuglar sækja mikið í. Erfitt getur reynst að komast í færi við fuglana, því er gott að vera með góðan sjónauka á fæti til að skoða þá. Skúfendur, stokkendur, rauðhöfðar, urtendur og álftir eru reglulegir gestir við lónið. Í gegnum tíðina hafa sést margir flækingar enda er lónið ein af fáum vatnsvinjum á þessu svæði. Malarvegurinn við lónið og upp á sandölduna er holóttur en ætti að vera fær flestum bílum. Ekki er mælt með því að keyra niður í víkina þar sem auðvelt er að festa bíl þar og flóðastaðan er fljót að breytast.

Reykjanes – Eldey, Valahnjúkur og Karl

Reykjanesið er ysta og vestasta nesið á Reykjanesskaga sem dregur nafn sitt af þessu nesi. Þar er líklega eina kríuvarpið í heiminum staðsett á hverasvæði. Í flestum tjörnum á svæðinu gætir sjávarfalla og einstök lífkerfi þrífast í þeim tjörnum. Vaðfuglar sækja í þessar tjarnir í leit að æti og skjóli. Frábærar aðstæður eru til sjófuglaskoðunar á svæðinu enda eru rík fiskimið á Reykjaneshryggnum nálægt landi. Hægt er að keyra að Reykjanesvita og niður að Valahnjúk. Þar er hægt að ganga upp að bjargsbrún og fylgjast með verpandi ritum og fýlum í klettaveggjunum. Rétt utar sést Karlinn standa í sjónum en þar verpa ritur, fýlar og stöku álkur. Þegar horft er út á hafið stendur Eldey tignarleg upp úr hafinu. Eldey er stærsta súlnabyggð á Íslandi með um 14-18.000 pör en aðrar varptegundir eru ritur, langvíur, stuttnefjur og fýlar.

Víkur

Þegar ekið er stuttan spöl frá Reykjanesvita í átt að Grindavík eftir malarvegi niður í Mölvík að gömlum niðurrifnum húsum á hægri hönd. Ef honum er fylgt út að enda og gengið niður að sjó má oft sjá stóra hópa æðarfugla. Í þeim leynast oft hrafnsendur, korpendur, kolendur og æðarkóngar.

Arfadalsvík

Affall fiskeldisins á Stað lokkar til sín marga máfa, andfugla og jafnvel vaðfugla sem sækja í næringarríkt setið. Nokkrar litlar víkur eru á svæðinu og í sumum þeirra safnast upprekið þang sem dregur til sín vaðfugla í fæðuleit. Arfadalsvík er langstærst þessara víka og er einstaklega lífrík. Gott skjól er í víkinni miðað við mikla og ríkjandi austlæga strauma. Fyrir vikið er botndýralíf mikið og fuglalíf endurspeglar það. Að vetri er hægt að ganga að 5-15 straumöndum vísum við gamla bryggju innst í víkinni. Himbrimar eru stutt frá landi í ætisleit, tugir og upp í hundruð stokk- og rauðhöfðaanda er að finna í sjávarpollum og tjörnum uppi í landi alla leið að Stórubót. Margir flækingar og þar af sumir sárasjaldgæfir hafa fundist í Arfadalsvík.

Grindavík

Fyrir flækingsfuglaskoðara er Grindavík frábær staður. Vel upplýstur bærinn á suð-vestanverðu landinu dregur að sér flækinga bæði frá Evrópu og Ameríku. Höfnin í Grindavík er líka mjög góður staður fyrir flækingsmáfa og aðra sjófugla. Himbrimar í vetrarbúningi svamla um í höfninni ásamt teistum og skörfum meðan máfar hafa setstað innst í höfninni. Nokkrir góðir fuglaskoðunarstaðir eru úti á Hópsnesi. Fjörupollar eru sunnan við Höfnina í Grindavík en austan við Hópsnes er þaraskógur við Þórkötlustaðabót sem dregur að sér endur, brúsa og sjófugla. 

Sandvík - Grindavík - Fuglaskoðun

Sandvík - Grindavík - Fuglaskoðun

Sandvík - Grindavík Stóra-Sandvík Stóra-Sandvík er flöt og falleg vík með stórum sandöldum og miklu lóni sem fuglar sækja mikið í. Erfitt getur reyn
Brimketill

Brimketill

Brimketill er sérkennileg laug í sjávarborðinu vestast í Staðarbergi stutt frá Grindavík. Á sólríkum degi minnir grjótmyndunin helst á heitan pott. B
Háleyjabunga

Háleyjabunga

Háleyjarbunga er lítil og flöt hraundyngja sem myndaðist eftir flæðigos. Dyngjan er með stórum toppgýg, 20-25 m djúpur. Háleyjarbunga er um 9.000 ára
Skálafell

Skálafell

Jarðskjálftasprungur á fleti með hraunlögum yfir 8000 ára. Skálafell er byggt uppá nokkrum gosum á mjóu sprungukerfi.Efst er klepragígur af eldborgar
Gunnuhver

Gunnuhver

Kröftugt hverasvæði á Reykjanesi. Rétt austan við Reykjanesvita er mikið jarðhitasvæði, eitt af mörgum á Reykjanesi. Gunnuhver er þekktasti hverinn
Útilegumannabyggð við Eldvörp

Útilegumannabyggð við Eldvörp

Minjar af skjóli úr steinum og steyptum veggjum fannst nálægt Eldvörpum við gamla gönguleið. Hellir hjá Eldvörpum fannst þegar Hitaveita Suðurnesja v
Reykjanesviti

Reykjanesviti

Tignarlegur viti stendur á Suðvesturodda Reykjaness og hefur staðið á Bæjarfelli þar frá árinu 1908.  Rætt var fyrst um að byggja vita á Reykjanesi 18
Stampar

Stampar

Tvær gossprungur liggja frá sjó inn í land á vestanverðu Reykjanesi og mynda gígaraðir. Þessar gígaraðir hafa verið kenndar við Stampa. Gígaraðirnar
Valahnúkamöl

Valahnúkamöl

Hryggur með mikið af ringlaga hnullungum. Varð til með miklum stormum, háum öldum og brimi. Staðsetning: Nálægt Valahnúk í noðri og Skálafelli í su
Geirfuglinn

Geirfuglinn

Neðan við Valahnjúka stendur brons stytta af Geirfugli eftir bandaríska listamanninn Todd McGrain. Verkið var sett upp á Ljósanótt 2010 og er hluti af

Staður

Eyðibýli skammt utan við kaupstaðinn í Grindavík.  Prestssetur og kirkjustaður frá fornu fari og allt fram á síðustu öld.  Þar var kirkja helguð með g
Valahnúkur

Valahnúkur

Valahnúkur er samsettur úr móbergstúfflögum, bólstrabergi og bólstrabrotabergi. Hnúkurinn myndaðist í einu gosi en sýnir mismunandi ásýndir í virkni g
Eldvörp

Eldvörp

Eldvörp eru um tíu kílómetra löng gígaröð í skástígum hlutum, ásamt 20 ferkílómetra hrauni sem flæddi í gos- og rekhrinunni Reykjaneseldum á árabilinu
Golfklúbbur Grindavíkur

Golfklúbbur Grindavíkur

Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par: Húsatóftavöllur 13 71
Karlinn

Karlinn

Karlinn (Karl) er um 50-60 metra hár klettur eða forn gígtappi sem stendur tignarlegur í hafinu úti fyrir Valahnúk þar sem sjávaraldan hefur rofið kle
Stóra-Sandvík

Stóra-Sandvík

Stór- og Litla- Sandvík eða Sandvíkur, sunnan Hafnabergs á Reykjanesi.  Þar er vinsæll áningarstaður ferðafólks á leið um utanvert Reykjanes. Sandfjar
Sandfellshæð

Sandfellshæð

Ein elsta og stærsta hraun breiða á Reykjanesi. Um er að ræða dyngjugíg sem er í Sandfellsdal. Gígurinn myndaðist á jökultíma fyrir um 14.000 árum þe
Brúin milli heimsálfa

Brúin milli heimsálfa

Brú á Reykjanesi á plötuskilum milli Evrópu og Ameríku.  Samkvæmt jarðfræðikenningum þá þrýstast Evrasíu- og Norður- Ameríkuflekarnir hvor frá öðrum