Hljómahöll er menningar- og ráðstefnumiðstöð í Reykjanesbæ. Þar hefur skapst mikilvægur vettvangur fjölskrúðugs mannlífs, ráðstefnuhalds, funda og menningarviðburða í Reykjanesbæ. Hið sögufræga félagsheimili Stapi er hluti af Hljómahöll og þjónar áfram sínu hlutverki eins og áður. Auk þess er nýtt Rokksafn Íslands hluti af Hljómahöll en safnið er mikið aðdráttarafl fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem vilja kynnast og upplifa popp- og rokksögu Íslands. Í húsi Hljómahallar hefur Tónlistarskóli Reykjanesbæjar einnig fengið nýtt og glæsilegt kennsluhúsnæði. Með tilkomu Hljómahallar er lagður grunnur að auknum atvinnutækifærum í skapandi greinum á Reykjanesi.
Pantaðu sal
Hljómahöll hentar undir viðburði af öllum stærðum og gerðum. Ráðstefnur, fundir, árshátíðir, dansleikir, afmæli, fermingarveislur, erfidrykkjur o.s.frv.