Diamond Suites er fyrsta 5-stjörnu hótelið á Íslandi og er staðsett á efstu hæðinni á Hótel Keflavík sem margir íslendingar þekkja nú þegar. Á Diamond Suites leggjum við aðaláherslu á gæðagistingu í lúxusumhverfi og faglega og vinalega þjónustu sem lætur þér líða eins og heima hjá þér.
Við bjóðum upp á úrval af einstökum svítum sem hver hefur sinn karakter og þema en allar fylltar með því besta í húsgögnum, tækjum og aðstöðu. Skoðið heimasíðuna okkar til að sjá fleiri myndir og fá nánari upplýsingar um svíturnar.
Svíturnar eru allar með king-size hjónarúmi auk svefnsófa svo það geta gist allt að 4-5 manns í hverri svítu. Og með einstakri samsetningu á svítunum getum við boðið upp á 1ns herbergis svítur, 2ja herbergja svítu og 5 herbergja íbúðasvítu.
Diamond Suites eru með einkasetu- og borðstofu með opnum arineldi, vel búnum eldhúskrók og svalir með heitum potti sem einungis stendur Diamond Suites gestum til boða.
Dvöl á Diamond Suites innifelur aðgang að líkamsræktarstöðinni okkar þar sem þú getur notað hvað sem þú vilt af fjölbreyttu úrvali líkamsræktartækja, spinning og pallatímum og slakandi gufubaði og ljósabekkjum.
Vertu viss um að heimsækja fallega og nýuppgerða veitingastaðinn okkar í hádegis- og/eða kvöldverð. KEF er fyrsta flokks veitingastaður sem býður upp á ævintýralega rétti, eldaða úr fersku úrvalshráefni úr héraði svo þú getur alltaf verið viss um gæðin. Starfsfólkið okkar dekstrar við þig svo þú hafir það notalegt hjá okkur og af barnum afgreiðum við sérvalið vín, úrval kokteila og íslenskan bjór á krana.
Innifalið í verðinu hjá okkur er allir skattar og gjöld, frír drykkur við komu, frír leigubíll til og frá Leifsstöð, einkanettenging, aðgangur að líkamsræktarstöð, gufu og heitum potti, sloppur og inniskór á svítunni og morgunverður að eigin vali, borinn fram milli 5:30-9:30 í einka Diamond Suites borðstofu.
Til okkar er aðeins 5 mín. akstur frá Leifsstöð, 15 mín. frá Bláa Lóninu og 40 mín. frá miðborg Reykjavíkur. Við bjóðum frí bílastæði í vöktuðum stæðum.