Keflavíkurkirkja
Keflavíkurkirkja er í Keflavíkurprestakalli í Kjalarnesprófstsdæmi. Hún er teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni, arkitekt og byggð árið 1914 eins og sjá má framan á kirkjuturni. Hins vegar var kirkjan vígð 1915, hinn 14. febrúar. Staður var kirkjunni valinn í samráði við arkitektinn haustið 1913. Kirkja hafði ekki staðið áður á þessum stað.
Um aldamótin hafði að vísu verið langt komið byggingu kirkju, sem Guðmundur Jakobsson hafði teiknað og smíðað en sú kirkja, sem þá var að heita má fullgerð, skemmdist í óveðri í nóv. 1902 og var smíði hennar þá hætt. Altaristaflan er eftir Ásgrím Jónsson og sýnir Jesúm flytja Fjallræðuna; hefur hún verið í kirkjunni allt frá upphafi. Steindir gluggar eftir Benedikt Gunnarsson, myndlistarmann, voru settir í glugga kórs og framkirkju árið 1976.
Keflavíkurkirkja er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00-12:00 & 13-15. Opið á föstudögum frá kl.10:00 – 12:00.
Heimasíða: www.keflavikurkirkja.is
Sími: 420 4300