Helguvík
Lítil hamravík sunnan við dranginn Stakk sem stendur framan við Hólmsberg norðan við Keflavík í Reykjanesbæ. Í Helguvík er blómlegt atvinnulíf þar er stórskipahöfn, loðnubræðsla, loðnuflokkunarstöð, sementssala, steypustöð og malbikunarstöð. Til stendur að fjölga enn stórum fyrirtækjum í Helguvík.