Almenningur
Hraunspilda sem hefur runnið úr Hrútagjárdyngju fyrir um 7.000 árum. Er dyngjan nyrst í Móhálsadalnum sem er dalur milli Sveifluháls og Núpshlíðarháls. Var þar fyrrum skógi vaxið en han eyddist af höggi og beit.
Síðan um aldamót 19. og 20 . aldar hefur hraunið lítið verið breitt enda hefur það gróið nokkuð á ný. Á Almenningi er einn hinna mörgu Gvendarbrunna, við gamla veginn. Almenningsnafnið mun dregið af því að þar var sameiginlegt beitiland Hraunbæjanna. Mjög nálægt Reykjanesbrautinni sunnan megin eru hinir sérkennilegu Hvassahraunskatlar. Þeir eru nokkurs konar strompar sem gas og gufur komu upp um þegar hraunið rann.
Staðsetning: Milli Kappeluhraun og Afstapahraun á Vatnsleysuströnd.