Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Eldfjallaleiðin

Fagradalsfjall
Við Fagradalsfjall hefur gosið nokkrum sinnum á síðustu árum. Á Reykjanesskaga er einstök náttúruundur að finna hvert sem augað eygir. Landslagið er þakið hraunbreiðum, jarðhitasvæðum og býður uppá ógleymanleg ævintýri fyrir alla. Gakktu yfir brúna á milli heimsálfa, kíktu á söfnin í Reykjanesbæ og skoðaðu jarðhitasvæðið í kringum Gunnuhver. Meðfram strandlengjunni bíða þín sjávarþorp, vitar, sjávarhamrar og friðsælar fjörur.
Hengill
Þegar þú nálgast Hengilssvæðið sérðu gufustróka rísa upp af hlíðum og hólum hvarvetna, meira að segja inni í miðju Hveragerði. Heimamenn sem hafa nýtt jarðhitann svo öldum skiptir eru löngu hættir að finna fyrir brennisteinslyktinni og nýta jarðhitann til eldamennsku, . Láttu jarðhitasýninguna í Hellisheiðarvirkjun koma þér á óvart, slakaðu á í heita læknum í Reykjadal eða kannaðu Hveragarðinn. Ferð um Raufarhólshelli er líka mögnuð upplifun sem færir þig nær iðrum jarðar.
Hekla
Hekla er oft nefnd drottning íslenskra eldfjalla. Hekla er það eldfjall sem hefur gosið hvað oftast á síðustu árum, toppur Heklu stendur í 1491 metra yfir sjávarmáli og sést víða að á Suðurlandi. Þrátt fyrir tíð elddgos er svæðið í kringum Heklu frjósamt landbúnaðarsvæði þar sem fólk hefur haft aðsetur allt frá landnámi víkinga og jafnvel fyrr. Sjáðu Heklu í návígi þegar þú heimsækir Þjórsárdal eða bókaðu heimsókn í hellana á Hellu til að læra meira um leyndardómsfulla sögu svæðisins.
Eyjafjallajökull
Undir Eyjafjallajökli er eldstöð sem að rataði í heimsfréttirnar árið 2010. Eldfjallið vakti hvað mesta athygli vegna þess að öskuský gossins lagðist yfir Evrópu og stöðvaði flugsamgöngur. Gosið í Eyjafjallajökli olli bæði flóðum og miklu gjóskufalli yfir bæi og þéttbýli í nágrenni jökulsins í rúman mánuð. Eftirmálar gossins urðu þó jákvæðari en margir þorðu að vona enda má færa rök fyrir því að gosið hafi komið Íslandi á kortið sem áfangastað fyrir ferðalanga frá öllum heimshornum. Kostir öskunar komu einnig vel í ljós í návist jökulsins þar sem gjóskan úr gosinu virkaði vel sem áburður á tún og gróður og hafði þannig jákvæð áhrif á landbúnað á svæðinu eftir að gosinu lauk. Tveir þekktustu fossar landsins, Seljalandsfoss og Skógafoss, falla fram af fjallsbrúnum við rætur Eyjafjallajökuls. Taktu þér tíma til að læra allt um eldfjöll í Lava center á Hvolsvelli eða skipulegðu ferð í friðsæld og óspillta náttúru í Þórsmörk.
Eldfell
Eina örlagaríka nótt árið 1973, vöknuðu íbúar Vestmannaeyja upp við það að eldgos væri hafið í jaðri byggðarinnar. Eldgosið í Heimaey var fyrsta eldgosið í byggð í sögu Íslands. Mánuðum eftir að gosinu loksins lauk sneru margir íbúar bæjarins til baka og hefur samfélagið í Vestmannaeyjum blómstrað síðan. Í dag búa um 4500 mans í Vestmannaeyjum. Það er um að gera að skella sér í stutta siglingu til að skoða og upplifa þessar fallegu eyjar. Heimsókn í Eldheima og stutt ganga á Eldfell sýnir þér sögu bæjarins í nýju ljósi.
Katla
Svartir sandar einkenna landslagið í kring um Kötlu. Þó svo að eldfjallið sjálft sé falið undir ís er Mýrdalsjökull, sem umlykur Kötlu, tignarleg sjón. Katla gaus að minnsta kosti tuttugu sinnum frá árinu 930 til ársins 1918, þessi gos sköpuðu svörtu sandana og strendurnar sem fólk kemur alls staðar að til að sjá. Jöklaferðir á Sólheimajökli, stopp í Reynisfjöru eða hin einstaka hraunsýning hjá Lava Show eru ógleymanlegar leiðir til að kynnast svæðinu betur. Þó svo að svæðið laði að sér marga ferðamenn á ári hverju eru líka ótal friðsælir staðir og gönguleiði við allra hæfi.
Laki
Hraunbreiðurnar sem þekja Skaftárhrepp og umhverfi Lakagíga minnir á eitthvað frá annari plánetu. Landslagið sem einkennir svæðið allt frá hálendi niður að hafi mótaðist sérstaklega af tveimur stórum eldsumbrotum: Eldgjáar gosinu árið 934 og gosinu í Lakagígum 1783-84 sem olli móðuharðindundunum. Í dag er svæðið þakið mosa. Í rigningu er fær mosinn á sig skærgrænan ljóma en á þurrum sumardögum er sem mjúk grá sæng hylji hraunið. Jarðfræði og saga er samofin á svæðinu með einstökum áfangastöðum á borð við Fjaðrárgljúfur, Dverghamra og Álftaversgíga. Jeppaferð að Eldgjá eða Lakagígum gerir þér svo kleift að skoða uppsprettur eldgosanna sem settu mark sitt á líf og landslag Skaftafellssýslu.
Öræfajökull
Á austasta hluta Eldfjallaleiðarinnar ræður Vatnajökull ríkjum. Hæsti tindur Íslands, Öræfajökull er Eldkeila staðsett í syðri enda Vatnajökuls. Frá því að elfjallið gaus síðast árið 1362 hefur landssvæðið sem umlykur það verið kallað Öræfi. Núna mörgum öldum seinna er landslagið þakið gróðri og þar má finna grösuga skóga jafnt sem sanda sem myndast hafa í kjölfar jökulflóða. Jökulsárlón er eitt af mörgum jökullónum sem finna má nálægt Öræfajökli. Í umhverfi Öræfajökuls er mikið dýralíf. Ef heppnin er með þér gætir þú séð hreindýr á veturna og á sumrin er hægt að heimsækja lundana á Ingólfshöfða.
Algengar spurningar