Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Staðirnir á Reykjanesinu

Hafnaberg
Hafnaberg er mjög vinsælt til útivistar. Bílastæði og merkt gönguleið að Hafnabergi er um 4 km frá Höfnum. Við Hafnaberg má finna fjölskrúðugt fuglalíf og frábært útsýni yfir hafið. Mikilvægt þó er að fara gætilega þar sem brú bergsins er brotakennd. 
Reykjanesviti
Tignarlegur viti stendur á Suðvesturodda Reykjaness og hefur staðið á Bæjarfelli þar frá árinu 1908.
Brúin milli heimsálfa
Byggð hefur verið brú á milli "plötuskilanna" upp af Sandvík á Reykjanesi þar gefst kostur á að upplifa það að ganga á milli heimsálfa (jarðfræðilega séð) Fólki að kostnaðarlausu.
Stóra-Sandvík
Stór- og Litla- Sandvík eða Sandvíkur, sunnan Hafnabergs á Reykjanesi. Þar er vinsæll áningarstaður ferðafólks á leið um utanvert Reykjanes. Sandfjara með háum melgresishólum handan við. Við Sandvík endar Hafnaberg með fallegum klettum sem eru hluti af sprungugjám.
Stampar
Yngri-Stampagígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á árunum 1210-1240. Gígaröðin er um 4 kílómetrar að lengd og er flatarmál þess hrauns sem þá rann um 4,6 km2. Þeir tveir gígar sem næst eru veginum, nefndir Stampar, eru við norðurenda gígaraðarinnar. Sunnar á gígaröðinni má sjá fleiri stæðilega gíga s.s. Miðahóll, Eldborg dýpri og Eldborg grynnri sem allir voru notaðir sem mið við fiskveiðar fyrr á tímum. Flestir gígarnir eru þó lágir klepragígar og lítt áberandi.
Valahnúkur
Sambland af hraunmolum og harðnaðri gosösku sem finnst í Valahnúk nefnist túff. Túff myndast þegar 1200°C heit bráð kólnar snögglega í vatni. Þá verður til glersalli þar sem kristallar hafa hafa ekki tíma til að vaxa. Sallinn ummyndast fljótt í móberg.
Karlinn
Karlinn (Karl) er um 50-60 metra hár klettur eða forn gígtappi sem stendur tignarlegur í hafinu úti fyrir Valahnúk þar sem sjávaraldan hefur rofið klettinn um áranna rás. Karlinn er vinsæll meðal ferðamanna og ljósmyndara enda er hann mikilfenglegur og sérstaklega þegar aldan skellur á með miklum ofsa.
Gunnuhver
Rétt austan við Reykjanesvita er mikið jarðhitasvæði, eitt af mörgum á Reykjanesi. Gunnuhver er þekktasti hverinn þar en hann mun draga nafn sitt af Guðrúnu nokkurri sem gekk aftur og olli miklum usla á svæðinu þar til að Eiríkur Magnússon, prestur í Vogsósum, tókst að koma draugnum fyrir með því að senda hann í hverinn
Valahnúkamöl