KEF hefur verið margrómaður veitingastaður í Keflavík um árabil og er vinsæll meðal heimamanna jafnt sem ferðamanna. Við bjóðum ykkur velkomin til að koma og njóta alls hins besta í mat og drykk í glæsilegum og nýuppgerðum veitingasal, bar og bistro þar sem við berum einnig fram morgunverð alla daga ársins. Á KEF leggjum við áherslu á ævintýralega rétti úr fersku hráefni úr héraði og faglega og vinalega þjónustu sem lætur þér líða eins og heima hjá þér.
Góður matur er ómissandi hluti af öllum ferðalögum og við bjóðum upp á úrval möguleika.
KEF veitingastaður er fyrsta flokks a la carte veitingastaður sem býður upp á ævintýralega rétti, eldaða úr fersku úrvalshráefni úr héraði svo þú getur alltaf verið viss um gæðin. Starfsfólkið okkar dekstrar við þig svo þú hafir það notalegt hjá okkur og af barnum afgreiðum við sérvalið vín, úrval kokteila og íslenskan bjór á krana.
KEF bar er smár að stærð en býður upp á risastórt úrval af víni, viskí, bjórum og kokteilum og að sjálfsögðu uppáhaldskaffidrykkinn þinn.
KEF bistro er tilvalinn til að eiga rólegan eftirmiðdag eða kvöldstund með léttum réttum og drykkjum á meðan horft er á það er í sýningu á stóra tjaldinu þann daginn, spjallað eða spilað.
KEF morgunverður er margrómaður innanlands og utan og fá hótel á Íslandi sem bjóða uppá jafn vel útilátinn morgunverð og boðinn er daglega á Hótel Keflavík: margar sortir af smurðu brauði, skornum ávöxtum og grænmeti og kjötáleggi, egg, ostur og fjölbreytt úrval af brauði, kexi og kökum ásamt hefðbundnu morgunkorni og súrmjólk. Glúten-frítt brauð og mjólkurlausar mjólkurvörur eru til en þarf að biðja um. Skyr og Lýsi eru ávallt í boði ásamt úrvali af heitum og köldum drykkjum eins og kaffi, te, kakó, mjólk og ávaxtasafa. Heitir réttir eins og pylsur, bakaðar baunir, heitar samlokur og ofnréttir með osti, pylsum, eggjum og grænmeti eru bornir fram eftir kl. 06:00 en hlaðborðið opnar kl. 05:00 og er opið til kl. 10:00.
KEF er tilvalinn til að snæða einn, emð ástvinum, félögum eða í hóp. Einnig er hægt að panta hjá okkur sal fyrir einkaviðburði og við bjóðum alla velkomna, hótelgesti jafnt sem gesti inn af götunni.