Tjaldsvæðið á Garðskaga er hentugt fyrir ferðalanga á húsbílum og aðra sem vilja njóta opinnar náttúru við sjóinn. Það er opið allt árið.
Garðskagatá, nyrsti hluti Reykjanesskaga, býður upp á frábæra upplifun fyrir gesti með tveimur vitum, fallegri sandströnd og rómuðum sólsetrum. Vitarnir skapa sérstakt andrúmsloft og veðrið og sjórinn geta verið eftirminnileg, hvort sem það eru morgunstillur eða byljandi stormur með tilheyrandi brimi. Vitarnir á Garðskaga voru byggðir 1897 og 1944. Annar er sá næstelsti á landinu og hinn sá stærsti. Garðskagi is a premium site for bird-watching where whales can also often be observed from the coast. Garðskagi er einstakur áfangastaður í nýjum jarðvangi á Reykjanesskaga, sannkölluð náttúruperla.
Stóri vitinn hýsir tvær áhugaverðar sýningar, norðurljósasýningu og hvalasýningu. Frá toppi vitans er stórkostlegt útsýni.
Veitingastaðurinn Röstin er staðsett á efri hæð byggðasafnsins á Garðskaga. Þar er hægt að fá góðan mat á sanngjörnu verði allt árið um kring. Útsýnið frá Röstinni er frábært og hægt að njóta sólarlagsins yfir Snæfellsjökil, fjölbreytts fuglalífs og stundum má sjá hvali rétt undan ströndinni.
Opnunartími: allt árið
Fyrir hópa hafið samband í síma 893-8909 eða með tölvupósti: johann@gardskagi.com.