Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Umbra og Hallgrímur á Föstutónum í Hvalsneskirkju

13. apríl kl. 20:00-21:00

Upplýsingar um verð

3.500

Á þessum tónleikum kafar Umbra í veraldleg og trúarleg ljóð Hallgríms Péturssonar og leitar víða fanga hvað tónefni varðar. Þjóðlagasafn Bjarna Þorsteinssonar er hér mikilvæg heimild og hljómsveitin nýtir sér lagboða þaðan sem og að semja nýtt efni, þá einkum við veraldleg ljóð Hallgríms. Þekktir sálmar munu einnig hljóma í nýjum útsetningum Umbru sem nálgast þá í ljósi þess hljóðheims sem hljómsveitin er annáluð fyrir.

Tónlistarhópurinn UMBRA hefur starfað frá árinu 2014 og hefur fyrst og fremst einbeitt sér að miðaldatónlist og íslenskum þjóðlögum. Umbra hefur sent frá sér fjórar plötur hjá Dimmu útgáfu og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2018 fyrir jólaplötuna "Sólhvörf". Nýjasta platan "Bjargrúnir" frá 2022, sem beinir kastljósinu að íslenskum þjóðlagaarfi, var gefin út í 10 löndum Evrópu á vegum Nordic Notes útgáfunnar. Á síðustu árum hefur hópurinn spilað erlendis í síauknum mæli þar sem áhugaverð og frumleg nálgun hópsins í lagasmíðum og útsetningum hefur vakið athygli. Hópurinn fór í tónleikaferðir til Kína og Frakklands núna á dögunum og framundan eru ferðir til Indlands og Þýskalands á árinu 2025. Hópurinn hlaut starfslaun listamanna á árinu 2024.

www.umbra-ensemble.com

Tónleikarnir eru u.þ.b. klukkustundarlangir og hefjast þeir klukkan 20:00.. Aðgangseyrir er kr. 3500 og frítt inn fyrir börn að átján ára aldri. Miðasala er við innganginn.
Tónleikarnir eru styrktir af Héraðssjóði Kjalarnesprófastdæmis.

GPS punktar

N63° 59' 23.506" W22° 44' 9.183"

Staðsetning

Hvalsneskirkja

Sími