Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Síðustu aldamótatónleikarnir

6. september kl. 23:00-01:00

Ekkert er endalaust og allt tekur enda, líka góðar og skemmtilegar hugmyndir.
Síðustu aldamótatónleikarnir verða haldnir á þremur stöðum í haust, Reykjanesbæ, Reykjavík og Akureyri. Þau sem fram koma á tónleikunum í Stapanum eru:


Birgitta Haukdal
Hreimur
Magni
Sverrir Bergmann
Gunni Óla
Einar Ágúst

Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa verið í hljómsveitum sem voru gríðarlega vinsælar og virkar í kringum síðustu aldamót. Og gott betur en það, því flestir söngvararnir eru enn starfandi sem tónlistarfólk.

Tónleikarnir verða tvískiptir, fyrir hlé munu ballöðurnar og rólegu lögin verða flutt en eftir hlé verður allt gert vitlaust og talið í hverja sprengjuna á fætur annarri.

Hljómsveitarstjóri verður hinn eini sanni Viggi úr Írafár og mun hann ásamt nokkrum af færustu hljóðfæraleikurum landsins sjá til þess að allur flutningur verði upp á tíu.

Forsala miða hefst 23. maí kl 10:00 og verður inn á tix.is/aldamot

Þessir tónleikar eru unnir í góðu samstarfi við Gull léttöl

*Aldamótatónleikarnir er skráð vörumerki hjá Hugverkastofu og í eigu ARG viðburða.

GPS punktar

N63° 59' 23.614" W22° 33' 1.548"

Staðsetning

Hjallavegur 2