Upplýsingar um verð
3.500
Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin og er þetta þriðja árið sem þau koma í Hvalsnekirkju.
Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í þrjátíu og tvö ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Sigurður Haldórsson sellóleikari og gestur er Sigríður Hjördís Indriðadóttir flautuleikari. Á dagskránni eru tvö glæsileg kammerverk eftir Mozart en það eru Kvintett fyrir klarinettu og strengi í A Dúr kv 581 og Kvartett fyrir flautu og strengi í D Dúr kv 285.
Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,” Í dag er glatt í döprum hjörtum” eftir Mozart.
Á tónleikunum er einungis lýst með kertaljósum.
Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í þrjátíu og tvö ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Sigurður Haldórsson sellóleikari og gestur er Sigríður Hjördís Indriðadóttir flautuleikari. Á dagskránni eru tvö glæsileg kammerverk eftir Mozart en það eru Kvintett fyrir klarinettu og strengi í A Dúr kv 581 og Kvartett fyrir flautu og strengi í D Dúr kv 285.
Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,” Í dag er glatt í döprum hjörtum” eftir Mozart.
Á tónleikunum er einungis lýst með kertaljósum.
Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir klukkan 19:30. Aðgangseyrir er kr. 3500 og frítt inn fyrir börn að átján ára aldri. Miðasala er við innganginn.
Heitt súkkulaði og smákökur í boði Kaffi Golu að tónleikum loknum.