Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hraunmyndir - Listasmiðja barna með Silviu Björg

2. mars kl. 14:00-15:00

Upplýsingar um verð

Ókeypis aðgangur
Listsmiðja barna hjá Listasafni Reykjanesbæjar þann 2. mars 2025 kl. 14:00. Listamaður og leiðbeinandi: Silvia Björg.
 
„Hraunmyndir“
 
Listasmiðjan er ætluð börnum frá 8 til 11 ára og foreldrar eru velkomnir með. Það er pláss fyrir 11 börn og við mælum með að fólk skrái sig.
 
Skráning á duushus@reykjanesbaer.is
 
Á námskeiðinu ætlum við að nota sköpunargleði og vinna á tví- og þrívíddar myndir með alls konar náttúru- og gerfiefnum, eins og til dæmis málningu og sandi.
Innblástur fyrir verkefninu er íslenska náttúran sem við höfum á Reykjanesinu. Við erum stödd á Reykjanes jarðvangi (UNESCO Global Reykjanes Geopark), í mjög sérstöku landslagi sem hefur alþjóðlega jarðfræðilegt mikilvægi. Með því að ganga út í náttúrunni og horfa, sjá og finna, getum við fengið innblástur til að búa til listaverk...
 
Silvia Björg er listamaður, hönnuður og myndlistarkennari. Hún stundaði myndlistarnám í fimm ár í Listaháskóla í Vigó á Spáni og útskrifaðist árið 2005 með Mastersgráðu í höggmyndalist og menntun í sjónlistarkennslu við framhaldsskóla frá Háskólanum í Santiago de Compostela á Spáni. Hún lærði skartgripahönnun og gullsmíði í sex ár hjá List- og Hönnunarskóla í Santiago de Compostela og vann á eigin verkstæði á Spáni. Silvia hefur haldið einka- og samsýningar bæði á Íslandi og á Spáni og verk hennar má finna í opinberum og einkasöfnum í Bandaríkjunum, Lúxemborg, Haítí, Dominíska Lýðveldinu, Spáni og Íslandi. Náttúran hefur verið sterkur áhrifavaldur í allri list Silviu.
 
Listasmiðja barna er styrkt af Safnasjóði.

Staðsetning

Listasafn Reykjanesbæjar

Sími