Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Himinn og haf og allt þar á milli - Listasmiðja með Gunnhildi Þórðardóttur

9. febrúar kl. 14:00-15:00
Gunnhildur Þórðardóttir myndlistarmaður verður með listsmiðju í tengslum við sýninguna Úthaf með verkum eftir Ívar Valgarðsson í Listasafni Reykjanesbæjar sunnudag 9. febrúar kl.14.
 
Listsmiðjan sem ber heitið Himinn og haf og allt þar á milli býður safngestum ungum sem öldnum í ferðlag um blámann í hafi og himni og allt þar á milli. Safngestir geta búið til sitt eigið listaverk og notað sýninguna sem innblástur, hægt verður að gera bæði tví – og þrívíð verk með áherslu á lágmyndir úr bylgjupappa.
 
Verið öll velkomin og engin skráning nauðsynleg enda ókeypis.
 
Gunnhildur Þórðardóttir er myndlistarmaður, skáld og kennari. Hún lauk tvíhliða BA námi í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama háskóla árið 2006 og lauk viðbótardiploma í listkennslu við LHÍ árið 2019. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar meðal annars í Listasafni Reykjanesbæjar, Kirsuberjatrénu, í Suðsuðvestur, Flóru á Akureyri, í SÍM salnum, Slunkaríki, sal Íslenskrar grafíkur auk þess að taka þátt í samsýningum í Listasafni Íslands, Hafnarborg, Listasafni Reykjanesbæjar, Svavarssafni, Norræna húsinu, 002 gallerí og Tate Britain. Hún er stofnandi listahátíðarinnar Skáldasuðs og Myndlistarskóla Reykjaness. Hún fékk ljóðaverðlaunin Ljósberann árið 2019.
 
Listasmiðja barna er styrkt af Safnasjóði.

Staðsetning

Listasafn Reykjanesbæjar

Sími