Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ari Eldjárn: Áramótaskop í Hljómahöll

13. desember kl. 21:00-23:00

Upplýsingar um verð

8900

Ari Eldjárn býður þér að kveðja með sér árið sem er að líða með ógleymanlegri uppistandssýningu sinni Áramótaskop!

Ari er einn allra vinsælasti uppistandari þjóðarinnar bæði hér heima fyrir og utan landsteinanna. Árið 2020 varð hann fyrsti íslenski skemmtikrafturinn til að fá gamansýningu tekna til sýninga hjá bandarísku streymisveitunni Netflix þegar þætti hans Pardon my Icelandic var dreift á heimsvísu til fleiri milljóna áhorfenda. Pardon my Icelandic vann Edduna árið 2021 fyrir skemmtiþátt ársins. Þetta er í áttunda sinn sem Ari Eldjárn kveður árið með þessum hætti en sýningin hefur notið ómældra vinsælda og alltaf selst upp. Um 20.000 manns mættu á sýningar víðsvegar um landið um síðustu áramót til að kveðja gamla árið með hlátrasköllum. Hver sýning er einstök og mun áherslan vera lögð á að kveðja árið með eftirminnilegum hætti í bland við annað efni.

Ekki missa af þessu einstaka Áramótaskopi!

GPS punktar

N63° 59' 23.625" W22° 33' 0.947"

Staðsetning

Hjallavegur 2