GeoCamp Iceland er fræðslu- og ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fræðslutengdum verkefnum og móttöku nemenda- og kennarahópa með áherslu á jarðvísindi, náttúruvísindi, umhverfismál, orkunýtingu og loftslagsbreytingar.
GeoCamp Iceland leggur áherslu á virkt samstarf innlendra og erlendra fræðsluaðila við þróun fræðsluefnis, hönnun verkefna í náttúru Íslands fyrir nemendahópa og gerð handbóka fyrir útikennslu, með það að markmiði að efla mennta- og fræðslutengda ferðaþjónustu á Íslandi.