Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Ítarleg yfirferð á stöðunni með forstöðumanni Markaðsstofunnar

    Þuríður hitti blaðamenn VF í tómri Flugstöðunni og fór yfir stöðuna.
    Þuríður hitti blaðamenn VF í tómri Flugstöðunni og fór yfir stöðuna.

    Þuríður Aradótttir Braun framkvæmdastjóri Markaðsstofu Reykjaness, ræddi alvarlega stöðu ferðaþjónustunnar í Víkurfréttum í vikunni.

    „Staðan er mjög alvarleg á veirutímum. Suðurnesjamenn eru svo háðir fluginu og ferðaþjónustunni. Fjórði hver vinnandi maður á Suðurnesjum starfar í ferðaþjónustunni. Ferðaþjónustan á Reykjanesi er að upplifa það sama hér og annars staðar, eitthvað sem við höfum enga stjórn á. Það eru engar tekjur og engir ferðamenn og að standa inni í flugstöðinni núna er eitthvað sem maður átti aldrei von á og vonar að komi ekki fyrir aftur þegar þessum faraldri lýkur,“ segir Þuríður í viðtalinu sem einnig má sjá í Sjónvarpi Víkurfrétta hér að neðan.