Vogar
- Vinalegur bær
Í Sveitarfélaginu Vogum má finna ýmsa þjónustu fyrir ferðamenn, svo sem sundlaug, golfvöll, veitingastaði og gistingu. Auk þess eru í sveitarfélaginu fjöldamargir áhugaverðir staðir til að skoða og skemmtilegar gönguleiðir. Í nágrenni Voga eru nokkrir af skemmtilegustu ferðamannastöðum landsins, svo sem Bláa Lónið, Saltfisksetrið í Grindavík, Byggðasafnið á Garðskaga og Fræðasetrið í Sandgerði. Í Reykjanesbæ má finna mjög fjölbreytta starfsemi á sviði ferðaþjónustu, svo sem menningarmiðstöðina við Duus hús.