Hafnir
Hafnir er annað landstærsta sveitarfélagið á Reykjanesi og tekur nafn sitt af tveimum fyrrum stórbýlum Sandhöfn og Kirkjuhöfn sem nú eru í eyði. Í Höfnum er hægt að finna rústir elstu byggðar á Reykjanesskaga sem eru aldursgreind til 9. aldar. Einnig er hægt að finna akkeri frá draugaskipinu Jamestown sem strandaði við Hafnir með engum um borð árið 1881.
Í dag er fámenn byggð í Höfnum miðað við það sem áður var, en þar var mikil útgerð allt fram til aldamótanna 1900. Síðustu tvo áratugi hafa að jafnaði búið 80-120 manns á svæðinu. Árið 1994 sameinuðust Hafnir, Njarðvík og Keflavík í sveitarfélagið Reykjanesbæ.
Heimildir:
https://ferlir.is/reykjanesbaer-throun-byggdar/
https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/rnb/saga/hafnir
https://is.nat.is/hafnir/
https://reykjanesgeopark.is/is/destination/vogar-i-hofnum/