Kapelluhraun
Úfið og gróðursnautt hraun milli Hafnarfjarðar og Staums. Talið er að það hafi runnið snemma á sögulegum tíma. Í hrauninu, sunnan við Reykjanesbrautina á móti álverinu í Staumsvík er lítið byrgi, hlaðið úr hraungrýti og nefnist kapella. Árið 1950 fannst þar við uppgröft lítið líkneski heilagrar Barböru og eru líkur til að þarna hafi verið bænastaður í kaþólskum sið. Á síðustu árum hefur mikið efni verið tekið úr hrauninu til uppfyllingar í húsgrunna og götur á Stór- Reykjavíkursvæðinu og það sléttað. Hraunhóllinn með kapellunni hefur verið látinn ósnortinn og er hún fiðlýst