Háleyjabunga
Háleyjarbunga er lítil og flöt hraundyngja sem myndaðist eftir flæðigos. Dyngjan er með stórum toppgýg, 20-25 m djúpur.
Háleyjarbunga er um 9.000 ára gömul eða eldri, og úr frumstæðri basalttegund úr möttli sem nefnist pikrít. Grænir ólivínkristallar eru áberandi.
Staðsetning: Nálægt Reykjanesvita á Reykjanestá. Merkt gönguleið liggur að Háleyjarbungu frá Gunnuhver.
Háleyjarbunga er áfangastaður (e. geosite) í Reykjanes Unesco Global Geopark.